Fótbolti - Andrew Mwesigwa kominn með leikheimild

12.apr.2006  15:10

Jæja þá gerðist það rétt áðan að Andrew Mwesigwa vinur okkar fékk leikheimild rétt áðan en það hefur verið svolitlum erfiðleikum bundið að fá pappírana í gegn sökum einhvers miskilnings. En nú er leikheimildin komin en þá vantar atvinnuleyfið en það klárast vonadni fljótt. Heyði aðeins í Andrew áðan og það er komin virkilegur hugur í hann að komast til Íslands og takast á við verkefnið sem er framundan - svo er bara fyrir peyjann að standa sig. Andrew var takin út úr þeim æfingahópi sem Knattspyrnusamband Úganda var að tilkynna núna um daginn fyrir æfingahóp sem á að hittast í september, en það eru engir leikir fyrr en í haust hjá þeim.
Setti hérna fyrir neðan myndir af þeim útlendingum sem eru komnir með leikheimild fyrir komandi tímabil

Bo Henriksen

Jonah Long

Chris, en hann spilaði nú með okkur í fyrra

Andrew í blaúm búningi SC Villa, svo í landsliðsbúningi Úganda, þessum gula og á myndinni með fréttinni er hann með Úgandameistaratitilinn