Handbolti - Við töluðum við ömmu hennar!

07.apr.2006  07:39

Eða var það frænka hennar?

Varðandi félagaskiptin þá viljum við undirstinga að ÍBV hefur viljað breyta félagskipta reglunni í nokkur ár. Þannig að leikmenn og lið geti rætt saman án allra tímamarka. Ekki hefur verið hljómgrunnur innan hreyfingarinnar til að breyta því fyrr en nú. Til að mynda var ÍBV húðskammað og sett inn sektarákvæði til að hægt væri að taka á svona málum vegna tilmæla Stjörnunnar m.a. Þar talaði forráðamður Stjörnunnar á ársþingi HSÍ fyrir því að sett yrðu inn viðurlög við því er lið ræddu við samningsbundna leikmenn og hún sagði jafnframt að henni þætti þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur og hreint til skammar fyrir hreyfinguna. Maður spyr sjálfan sig hvort að núverandi formaður Stjörnunnar kannist ekkert við þennan forsvarsmann Stjörnunnar og henna ummæli. Ef svo er ekki, þá er örugglega ekki um langan veg að fara til að fá þau staðfest.

Loks tveim árum seinna er þessum lögum breytt á ársþingi HSÍ eftir nokkrar kærur m.a. frá ÍBV gegn Stjörnunni, skildi það vera ástæða þess að lögunum var breytt loks?

Ári síðar er m.a. Stjarnan staðin að því að semja við samningsbundna leikmenn og enn tveim árum seinna einnig. Það sorglega í þessu er að tímabilið er ekki enn lokið.

Það sem við viljum árétta í þessu máli er það að við höfum aldrei verið því mótfallin að rætt sé við samningsbundna leikmenn. Heldur finnst sorglegt er það kemur frá því félagi er kallaði okkur öllum illum nöfnum fyrir tveim árum á ársþingi HSÍ.

Einnig það að tímabilið er ekki enn lokið hjá okkur og við eigum m.a. eftir að leika gegn Stjörnunni í Deildarbikarnum. Þetta hefði litið töluvert betur út gagnvart okkur ef mótið væri búið þótt verið væri kannski að teygja aðeins á þessu skrítnu lögum. Alla vega á meðan þessi skrítnu lög eru enn í gildi.

Í þriðja lagi að stjórnarmaður í landsliðsnefnd kvenna skuli vera bendlaður við það að brjóta lög HSÍ, finnst okkur ekki við hæfi.

Í fjórða lagi, ef menn vilja að aðrir fylgi lögum þá er spurning hvort að þau gangi ekki fram með fordæmi og fylgi eftir þeim lögum sem í gildi eru sjálf. Þar sem við höfum ávallt líst yfir mikilli andstöðu við þessi lög og fundist þau barn síns tíma. En að liðið sem gengur fremst í því að fá m.a. sektarákvæði inn í lögin svo hægt sé að taka á þessum málum skuli síðan ganga fremst í því að brjóta þau finnst okkur nokkuð furðulegt.

Formaður Stjörnunnar neitar að félagið hafi rætt við leikmann ÍBV. Ef menn ætla að vera með útúrsnúninga um hvort það hafi verið gert í gegnum milllið, email, síma, farsíma, flöskuskeyti, skeyti, fimmta aðila, móðir hennar, frænku henna, ömmu hennar eða hvað, þá er það ekki aðalatriðið. Aðalatriðið hlítur að vera hvort að Stjarnan sé að reyna að fá samningsbundin leikmann ÍBV til liðs við sig? Félagið sem hefur barist harðast fyrir því að halda þessum lögum og setja inn sektarákvæði. Félagið sem gekk hvað harðast í að hrauna yfir ÍBV á ársþingi HSÍ fyrir tveim árum síðan.