Handbolti - Handboltamót í eyjum um helgina

05.apr.2006  15:41

PEPSI - Mót ÍBV 7. - 8. apríl 2006
6. flokkur kvenna Íslandsmót 3.umferð (úrslitamót)


• Fararstjórar liða eru beðnir um að hitta starfsmenn mótsins við komu til Eyja. Starfsmenn afhenta fararstjórum möppur með upplýsingum um mótið og svara spurningum ef þörf er á. Starfsmenn verða staðsettir á Herjólfsbryggju við komu.
• Gist er í Barnaskóla Vestmannaeyja og er boðið upp á rútuferðir fyrir þau félög sem vilja til og frá höfn og skóla á föstudag og sunnudagsmorgun. Verð á rútuferð eru kr. 250 pr.mann. Rútur verða tilbúnar fyrir liðin við komu á föstudag og við Barnaskóla Vestmannaeyja um kl.07.30 á sunnudagsmorgun. Upplýsingar veitir Simmi í síma 861-4884.
• Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að skella upp IDOL partýi í Barnaskólanum á föstudagskvöldið fyrir liðin og verður það í boði HALLI TV (frekari upplýsingar verða í möppu sem fararstjórar fá við komu til Eyja).
• Kvöldvaka og verðlaunaafhending verður á laugardagskvöldið eftir keppni. Stefnt er að því að hún hefjist um 20.30 og ljúki um 22.00 (frekari upplýsingar verða í möppu sem fararstjórar fá við komu til Eyja).
• Eins og oft áður verður HALLI TV á ferðinni á meðan á mótinu stendur. Tekur upp viðtöl við keppendur og brot úr leikjum dagsins. En HALLI TV er liður á heimasíðu ÍBV www.ibv.is sem helgar sig viðtölum og myndbrotum úr starfi handknattleiksdeildar ÍBV.
• Upplýsingar um tilboð veitingastaða í Eyjum verður í möppu sem fararstjórar fá við komu til Eyja.
• Kort af Vestmannaeyjum verður í möppu sem fararstjórar fá við komu til Eyja.


Mótsstjóri: Viktor Ragnarsson 896-4791
Umsjón móts (niðurröðun leikja): Kristinn Guðmundsson 846-7988
Starfsmaður deildar (almennar upplýsingar): Ólafur Víðir Ólafsson 869-1817

Þátttökugjald fyrir hvert lið eru kr. 6.000 – og greiðist inn á reikning 1167-26-1518 Handknattleiksdeild ÍBV kennitala 680197-2029