Handbolti - HK-ÍBV í dag kl. 16:15

01.apr.2006  03:24

Verða stelpurnar okkar Íslandsmeistarar

Í skýrist það hvort okkar stúlkur nái að verða Íslandsmeistarar er þær leika gegn HK í Digranesi kl. 16:15. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá okkar stúlkum til að hampa titlinum og er vonandi að það takist. En HK er með ágætis lið og því verður um mjög erfiðan leik að ræða fyrir okkar stúlkur. Það er bara vonandi að þær mæti vel einbeittar til leiks og verði tilbúnar í leikinn strax frá byrjun.

Við hvetjum alla Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn og styðja við bakið á stelpunum okkar.