Handbolti - Ætlum við að taka flugið saman?

30.mar.2006  03:08

Ég kýs þig og þú mig!

Ég velti því fyrir mér hvort við séum sátt með starfið í okkar félagi? Hvort við séum sátt við starf handknattleiksforystu Íslands? Ef svo er þá þurfum við lítið ef ekki neitt að bæta. En ef svo er ekki þá þurfum við að velta því fyrir okkur, hvernig við bætum það? E.t.v. með því að hjálpa til, ræða málin, koma með tillögur eða jafnvel bjóða sig fram til forystu og bera ábyrgð á því að leiða starfið vonandi þá til betri vegar ef maður telur sig geta gert það. Ég vona því að við öll veltum því fyrir okkur hvort við getum elft starf HSÍ og þá hvernig og e.t.v. reynt að vinna í því?

Stjórnir og nefndir:

Við vitum öll sem störfum innan handboltans hversu mikil vinna þetta er. En er við tökum að okkur starf innan hreyfingarnar erum við jafnframt að axla mikla ábyrgð. Við sem sitjum í stjórnum erum fengin til að leiða starf hreyfingarinnar og verðum því að vera tilbúin að leggja á okkur mikla vinnu og taka bæði erfiðar sem og auðveldar ákvarðanir. Það sama er upp á tenignum er fólk er kosið til starfa innan forystu HSÍ. Þau þurfa að leggja sig virkilega fram í sjálfboðastarfi og vera fórnfús með hagsmuni handbolta hreyfingarinnar að leiðarljósi. Fólk þarf að vera opið fyrir nýjum hugmyndum og skoða með opnum hug ýmis málefni og taka kröftulega á þeim verkefnum sem þau vinna að hverju sinni. Við þurfum einnig að starfa innan hreyfingarinnar með það að markmiði að efla hreyfinguna ofar eigin hag. Getur verið að við gleymum þessu oft? Við verðum að muna það er við tökum að okkur ábyrðgarstörf þá kallar það á mikla sjálboðavinnu og að við leggjum í þetta okkar 110% í starfið.

Nú er uppstilliganefnd að störfum sem formaður HSÍ tilnefndi á síðasta formannafundi með samþykki formannafundarins. Þessi nefnd er skipuð þrem mönnum frá jafn mörgum félögum. Uppstillinganenfnd ætti að ég teldi að ræða við sitt bakland sem eru félögin um hverja þau telji að við eigum að tilnefna til forystu í okkar samtökum. En því miður hefur þessi nefnd ekki haft samband við forsvarsmenn ÍBV og eflaust ekki annarra félaga um hvað hverja þau telji að eigi að veljast til forystu hjá okkar sambandi. Ég tel það miður.

E.t.v. er það þessarar þriggja manna nefndar að ákveða alfarið hverjir muni stjórna okkar forystu næstu árin eftir að þau hafi verið tilnefnd af núverandi formanni HSÍ. En ég tel svo ekki vera. Bara það að við hugum að þessu virkilega í sameiningu og einnig sé hugað að því hvernig samsetning stjórnar sé er hún er skipuð. Hentar þessi samsetning betur en önnur o.s.framv. Uppstillinganefnd eða hver þau sem eru að plotta næstu stjórn sambandsins þurfa að leita fanga víða innan hryefingarinnar og heyra ýmis sjónarmið og síðan mynda sér skoðun og koma henni svo á framfæri fyrir þing HSÍ. E.t.v. hafa þau gert það og er það þá vel.

Ég tel að nær hefði verið að ræða við félögin í landinu og fá frá þeim ýmsar hugmyndir um fólk og ýmis önnur áhugaverð mál. Ég tel að við verðum virkilega að vanda okkur í þessum málum og fá duglegt fólk inn sem tilbúið er að leggja sig fram 110% fyrir sambandið. Ekki það að ég sé e.t.v. á móti einhverju af því sem kemur frá uppstilinganefnd heldur það að betra sé að þetta komi frá hjarta baklandsins og að þá getum við öll sagst vera á bak við þetta og hafa lagt okkur fram um að huga að forystu okkar sambands. Öll höfum við staðið okkur vel í okkar starfi, en oft verður þreyta vart við sig hjá okkur og aðstæður breytast sem getur haft áhrif á okkar starf innan okkar félags. Við þurfum því virkilega að vita vel hvernig best er fyrir hagsmuni félagsins að skipa fólk sem starfar fyir okkar félög og sambönd hverju sinni. T.d. er stutt í minn vitjunartíma innan ÍBV og eflaust margir orðnir þreyttir á mér í mínu starfi og telja að ég eigi að vera löngu hættur?

Mótafyrirkomulag kvenna:

Ég hefði viljað sjá sama fyrirkomulag og í ár en koma aftur með úrslitakeppnina og hafa þá bara keppni 4 efstu liða. Það er ekkert sanngjarnara að verða Íslandsmeistari með einu stigi er vannst í desember frekar en e.t.v spennandi úrslitakeppni.

Mótafyrirkomulag karla:

Ég hef verið þeirrar skoðunar að við verðum að hafa þetta í einni deild með úrslitakeppni. Ég tel að það verði of erfitt fyrir mörg lið til lengri tíma litið að fara niður um deild. Ég held að það að lenda í annari deild fyrir lið geti verið þeirra banabiti til lengri tíma og jafnvel fækkað liðum til lengri tíma frekar en fjölgað. Ég hefði því viljað sjá svipað deildar fyrirkomulag og á síðasta ári, sem mér fannst við dæma allt of snemma. Þessarar skoðunar var ég einnig fyrir ári er ÍBV var í toppbarátunni og á ekkert með okkar stöðu á þessu tímabili. Ég hef verið þessarar skoðunar en það er meirhluti okkar sem ræður og það verður maður að virða.

Úrslitakeppnin:

Ég tel að það séu mistök að taka úrslitakeppnina af. Með henni náðum við til almennings sem fylgdist ekki jöfnu á handbolta. Nú erum við að missa af þessu fólki og þeirri skemmtilegu kynningu sem handboltinn fékk á meðan þessu stóð. Ég tel að ef við skoðum heildar aðsóknartölur hjá karla- og kvennafélögum þá komi í ljós að heildar aukningin er engin. Með úrslitakeppninni náðum við til víðar hóps áhorfenda og þetta var sjónvarpsvænt og oft á tíðum mjög skemmtilegt sjónvarpsefni. Það er heldur ekki nein tilviljun að allflestar íþróttir í Bandaríkjunum eru byggðar upp samkv. þessu, sem og kvenna- og karladeildin í Danmörku, kvennadeildin í Þýskalandi og Evrópukeppnin í handbolta sem og fótbolta. Þetta gerir íþrótina mjög sjónvarpsvæna sem og áhorfendavæna. Ég tel aftur á móti að við hefðum átt að fara í úrslitakeppni 4 efstu liða í kvenna í stað 8 efstu. Sum okkar kunna að segja að þetta sé ekki sangjarnt. Er eitthvað frekar sanngjarnara að e.t.v. ein úrslit í september á sl. ári muni hafa áhrif hvort þú verður nr. 1 eða 2 í deildinni?

Það er ekki bara sjónvarpsmálin sem gera úrslitakeppnina spennandi heldur einnig sú aukna umræða sem verður í fjölmiðlum um handbolta sem ég tel að við fáum ekki meir af í sama magni yfir tímabilið sjálft.

Skál:

Ég vill enn og aftur hvetja okkur til að tjá okkur um málefni handboltans opinskátt án þess að vera feimin og koma með okkar hugmyndir í þessu sambandi. Öll sú umræða mun skila sér í betra starfi innan félagana sem og innan HSÍ.

Þá vill ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa haft samband við okkur og þakkað okkur fyrir að ræða þessi mál og hvatt okkur áfram í verki. Ekki það að við séum öll sammála öllu, heldur held ég það að við tjáum okkur sé byrjunin á einhverju meiru.

Spurningin er hvort við ætlum að taka flugið saman og gera handboltastarfið enn betra í landinu eða munum við klappa fyrir ?