Þriðji flokkur karla lék um helgina 3 leiki.
Fyrsti leikurinn var gegn ÍR b í Seljarskóla. Leikurinn endaði með jafntefli 34-34.
Þessi leikur var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu til loka leiks. Lokamínúturnar voru hættulegar fyrir hjartveika. Þegar 30 sek. sem voru eftir var staðan jöfn 33-33 og ÍR ingar fara í sókn, eftir 15 sek. sókn vinnur ÍBV boltann og Bergur Gylfason skoraði út hraðaupphlaupi (33-34) og 7 sek eftir, ÍR-ingar taka þá hraða miðju og ná að skora um leið og lokaflautið gall.
Markask. ÍBV: Juan Pablo Fernandes (Crespo) 10, Óttar Steingrímsson 8, Brynjar Karl Óskarsson 5, Daði Magnússon 4, Þórarinn Ingi Agnarsson 3, Bergur Gylfason 3, Bragi Magnússon 1.
Í markinu stóðu þeir Kolbeinn Agnarsson og Friðrik Sigmarsson og vörðu vel á köflum.
Leikur 2 var gegn Gróttu á Nesinu, og var sá leikur aðeins einni klst eftir leikinn við ÍR ,þess má til gamans geta að 3.flokkur spilar 2x30 mín. leiki eins og mfl, þannig að álagið var mikið á laugardagskvöld. Greinilegt var að ÍR leikurinn sat í mönnum því menn virkuðu þreyttir í byrjun. Grótta var með forustu lengst af fyrri hálfleiks en með mikilli baráttu náðu okkar peyjar að halda jöfnu í hálfleik 15-15. Í upphafi síðari hálfleiks náðu Gróttumenn forustu sem þeir héldu til loka leiks og endaði hann 32-27 fyrir heimamenn.
Markask. ÍBV: Óttar 9, Crespo 6, Binni Kalli 4, Daði Magg 3, Þórarinn Ingi 2, Bergur, Bragi og Björn Kristmannsson 1 mark hver.
Leikur 3 var svo á sunnudagsmorgun kl 11:00 gegn HK í Digranesi. Það verður að segjast eins og er að strákarnir voru aular að klára ekki þann leik, ÍBV var betra liðið en það er ekki nóg. Eyjamenn voru með 3 marka foystu í hálfleik 17-14, en voru svo aular í seinni hálfleik að missa þann mun niður í jafntefli 33-33.
Markask.
Crespo 8, Daði Magg 7, Óttar 5, Bragi Magg 5, Binni 3, Bergur 3, Þórarinn 2.
Þarna á ÍBV marga mjög efnilega pilta, og verður að taka það fram að þetta eru duglegir peyjar. Hafa æft mjög vel eftir áramót og eru að uppskera eftir því.
Inn í liðið bættist við ungur piltur frá Argentínu, Juan Pablo Fernandez, sem er frábær handboltamaður og óskandi að við náum að halda honum hérna á næsta tímabili. Hann er að smellpassa í liðið, og mynda hann Daði og Óttar mjög efnilega línu fyrir utan.
Ungu peyjarnir (þeas þeir sem leika með 4. flokki) Binni Kalli, Bragi og Þórarinn voru að spila frábærlega og láta það ekkert trufla sig að vera 2-4 árum yngri en þessi menn sem spila á móti sér.
Þannig að þetta lið er að verða mjög skemmtilegt á að horfa og skora ég á alla að koma og kíkja á þá í lokaleikjum sínum hér í Eyjum um helgina:
Laugardaginn 1. apríl kl 14 gegn Stjörnunni og svo á Sunnudaginn 2. Apríl kl. 14 gegn Víkingi.
Sigurður Bragason, þjálfari.