Handbolti - Strákarnir töpuðu fyrir Aftureldingu

27.mar.2006  01:16

Drengirnir okkar biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu sl. laugardag 25-31 á útivelli. Nú er orðið fátt um fína drætti fyrir drengina en okkar síðasta von um að halda okkur í efstu deild er að sigra KA fyrir norðan nk. sunnudag. Við verðum að vona að okkar drengir mæti mjög grimmir í þann leik og berjist til síðasta blóðdropa.