Handbolti - HSÍ þing framundan

25.mar.2006  01:49

Ég, um mig, frá mér til mín.

Næstkomandi föstudag fer fram hið árlega HSÍ þing. Ég tel að við félögin þurfum aðeins að fara í naflaskoðun áður en að þingi kemur og velta m.a. fyrir okkur, stöðu okkar félags, handboltans í landinu og forystu okkar hreyfingar..

Án umræðna um þessi mál verður engin framþróun og ég tel því mikilvægt að við ræðum þessi mál opinskátt handboltanum til heilla.

Ég ætla því á næstu dögum að tjá mig um mínar hugsanir varðandi þau málefni sem mér eru hugleikin og ég tel að við þurfum að velta fyrir okkur.

Ég tel m.a. að við þurfum að velta fyrir okkur innra og ytra starfs okkar félags, dómaramálum, leikjafyrirkomulagi, útbreiðslumálum, markaðs- og kynningarmálum og hvernig okkar forysta er skipuð.

Ef við hugsum upphátt og tjáum okkur þá gæti það orðið til þess að gera komandi þing að einhverju öðru en klapp-klappi fyrir hnignunni.

Hlynur Sigmarsson