Handbolti - Tap gegn Stjörnunni 36-32

13.feb.2006  01:43

Dæmdu og þér verðið dæmdur

Drengirnir okkar biðu sl. laugardag lægri hlut gegn Stjörnunni í undanúrslitum SS-Bikarsins 36-32 í leik sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ. Staðan í hálfleik var 20-14 fyrir Stjörnuna og eftir það var á brattan að sækja fyrir okkar drengi.

Það blés ekki vel fyrir okkar drengi í upphafi leiks og komst Stjarnan m.a. í 9-4. Á þessum tíma voru okkur drengir mikið einum færri og virtist það frekar regla en undantekning að okkar drengir væru einum leikmanni færri í fyrri hálfleik. Virkuðu margir þessir brottvísana nokkuð furðulegir en eflaust veit dómaratríó leiksins betri skil á þeim en við Eyjamenn.

Drengirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk og um 10 mínútur til leiksloka og virtist ekkert geta stöðvað okkar menn í að fá boltann er að því virtist er augljós ruðningur yrði dæmdur á Stjörnuna en dómarar leiksins voru á öðru máli og Stjörnunni tókst að auka muninn í fjögur mörk og eftir það var ekki aftur snúið fyrir okkar drengi. Þar fór síðasta tækifæri okkar drengja til að ná sigri í leiknum.

Markaskorarar ÍBV voru:

Mladen 10/2, Jan 5, Sigurður 5, Michael 4, Ólafur Víðir 4, Grétar 3 og Svavar 1.

Björgvin varði 13 skot.

Markaskorarar Stjörnunnar voru:

Patrekkur 11, Tite 6, David 6, Þórólfur 4, Arnar 3, Björn 3, Kristján 2 og Gunnar 1.

Jacek varði 21 skot.

Dómarar:

Anton Pálsson og Hlynur Leifsson

Eftirlitsdómari:

Guðmundur Erlendsson

Áhorfendur:

350

Komment undirritaðs:

Hef hingað til ekki tjáð mig um framistöðu dómara í umsögn um leiki en geri hér undantekningu á því og get hér eftirfarandi athugasemda að minni hálfu.

Hvet eftirlitsdómara leiksins til að kynna sér reglur um skiptisvæði þar sem í fyrri hálfleik framfylgdi hann þeim engan vegin og er það miður.

Dómarar leiksins, e.t.v. elska þeir ÍBV of mikið til að dæma hjá okkur?