Handbolti - Góður sigur á HK 28-23

09.feb.2006  08:51

Strákarnir byrja vel-viðtöl á Halli TV

Strákarnir byrjuðu leik á nýju ári með miklum krafti og sá HK aldrei til sólar í leiknum eftir það. Okkar drengir virtust vel stemmdir í upphafi leiks og HK liðið var algjörlega andlaust í þessum leik. ÍBV leiddi leikinn allt frá byrjun leiks og höfðu ávallt góða forystu og í hálfleik var staðan 17-10. Í byrjun síðari hálfleiks hélt sama sagan áfram og leiddu okkar drengir m.a. 25-16 en þá tók HK sig taki og drengirnir okkar urðu kæruleysir og HK náði að minnka muninn og í leikslok var staðan 28-23 eins og áður sagði.

Strákarnir okkar voru að spila vel fyrri part leiks en undir lok leiks duttu þeir á lægr plan en HK sem maður hélt að væri mjög erfitt og því náði HK að minnka muninn.

Markaskorar ÍBV voru:

Mladen 10/3, Ólafur Víðir 6, Sigurður 4, Jan 3, Grétar 2, Sævald 1, Erlingur 1 og Michael 1.

Björgvin var að verja frábærlega í leiknum og verður gaman að bera Roland og hann saman á laugardaginn.

Markaskorarar HK voru:

Remigijus 7, Valdimar 5, Tomas 3, Gunnar 3, Elías 3, Romualdes 1 og Baldur 1.

Flóki stóð vaktina í markinu mest allan leikinn og varði ágætlega.

Dómarar:

Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisso. Eftirlitsdómari Gunnar K. Gunnarsson

Fjöldi áhorfenda:

150-200

Leiktími:

Miðvikudagurinn 08.02.2006 kl. 19:15