Handbolti - Fréttir af 4.fl.kvenna í handknattleik

09.feb.2006  16:20

4.flokkur kvenna A lið náði að komast upp í 1.deild þegar að síðasta umferð í Íslandsmótinu fór fram. Stelpurnar léku fjóra leiki og unnust þeir allir. Markaskorun dreifðist vel á alla leikmenn sem sýnir að það er mikill breidd í liðinu. Heiða Ingólfsdóttir, markmaður varði mjög vel í þessu leikjum og er hún farinn að vekja athygli fyrir miklar framfarir að undanförnu. Það er bjart framundan í kvennahandboltanum því allar þessar stelpur nema tvær eru á yngra ári.

Hér eru úrslit leikjanna og markaskorar umferðarinnar.

ÍBV – víkingur 20-12

ÍBV – Haukar 20-14

ÍBV – Fjölnir 16-11

ÍBV – Fylkir 2 16-11

Eva María Káradóttir 17 mörk

Elísa Viðarsdóttir 14 mörk

Andrea Káradóttir 11 mörk

Lovísa Jóhannsdóttir 9 mörk

Nína Gísladóttir 8 mörk (lék aðeins tvo leiki, vegna landsliðsæfinga í knattspyrnu)

Aníta Elíasdóttir 6 mörk

Kristrún Hlynsdóttir 5 mörk

Sædís Magnúsdóttir 2 mörk