Það áttu ekki margir von á öðrum eins yfirburðum og raunin varð þegar ÍBV tók á móti Val í undanúrslitum SS-bikarkeppninnnar. Valsstúlkur eru í efsta sæti DHL deildarinna en gestirnir áttu hreinlega engin svör gegn ofurvarnaleik ÍBV í fyrri hálfleik. Valssútlkur höfðu aðeins skorað tvö mörk þegar 23 mínútur voru búnar af leiknum, þar af annað úr víti og eftirliekurinn var ÍBV auðveldur. Lokatölur urðu 27-15 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16-4.
Eyjastúlkur fóru hreinlega á kostum í varnarleiknum í fyrri hálfleik. Valur skoraði fyrsta markið en áttu svo afar erfitt uppdráttar eftir það. Eyjastúlkur svöruðu með sjö mörkum í röð áður en Valsstúlkur skoruðu annað mark sitt í leiknum og það kom úr víti. Þegar 23 mínútur voru búnar af leiknum kom svo þriðja mark Valsstúlkna þegar þær minnkuðu muninn í tíu mörk, 13:3. Eins og sjá má var varnarleikur ÍBV sem ókleift fjall enda voru gestirnir algjörlega slegnir út af laginu. Þá varði Florentina Grecu afar vel í markinu og því fór sem fór.
Síðari hálfleikur var hins vegar mun rólegri en sá fyrri, liðin skoruðu hvort um sig ellefu mörk og var sigur ÍBV aldrei í hættu.
Þar með er ÍBV komið í úrslitaleik bikarkeppninnar í fimmta sinn á síðustu sex árum en Eyjastúlkur hafa fjórum sinnum hampað titlinum. Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV fær nú loks tækifæri á að stýra sínu liði í úrslitaleiknum en hann hafði tvívegis tapað í undanúrslitum síðustu tvö ár, fyrst með Gróttu/KR og svo með ÍBV.
ÍBV mætir þar með annað hvort Haukum eða Gróttu en liðin munu leika á Ásvöllum 11. febrúar en sjálfur úrslitaleikurinn fer fram 25. febrúar.
Markaskorarar ÍBV í leiknum voru:
Renata 8, Ingibjörg 6, Pavla 5, Ester 3, Ragna Karen 2, Simona 2 og Elísa 1.
Flora stóð vaktina í markinu og varði frábærlega.
Markaskorarar Vals í leiknum voru:
Alla 4, Sigurlaug 3, Kolbrún 3, Katrín 2, Ágústa Edda 1, Hafrún1 og Lilja 1.
Berglind stóð vaktina að mestum hluta í markinu og varði ágætlega. Sigríður fékk síðan nokkrar mín og stóð sig einnig ágætlega.
Það sem skóp þennan sigur var viljinn, vörnin og skynsöm sókn. Með því að hafa hjartað og hugann á réttum stað geta okkur stelpur allt. Til hamingju með þetta stúlkur, þið stóðuð ykkur frábærlega.
Að stórum hluta tekið af www.eyjafrettir.is