4.fl. karla lék í 8 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ sl. föstudag.
Spilað var gegn Stjörnunni. Leikurinn var hörkuleikur og vel leikinn af báðum liðum. Stjarnan leiddi þó alltaf en undir lok leiksins saxaði ÍBV á en léleg nýting nokkurra dauðafæra gerði útslagið og sigraði Stjarnan að lokum með tveggja marka mun. Þess má geta að Stjarnan spilar í 4. liða úrslitum gegn FH sem hafa verið ósigrandi um árabil.
En 4. fl. lék einnig í túrneringu um helgina. Leikið var gegn Fram, Stjörnunni, Víking og Gróttu. Fram var með yfirburðalið og átti ekkert liðanna svar við þeim. Unnu þeir alla sína leiki nokkuð örugglega. Stjarnan stóð sig einnig vel og lagði m.a. ÍBV með þremur mörkum í ágætum leik. ÍBV vann Víking en beið lægri hlut fyrir Gróttu. ÍBV heldur því stöðu sinni í 2. deild, Fram fer upp en Víkingur í 3. deild.
Leikmenn ÍBV spiluðu ágætlega en hefðu getað unnið bæði Stjörnuna og Gróttu með betri leik. Markvarslan með þá Bjarka Ómarsson og Fannar Stefnisson var góð nema í Gróttuleiknum. Sóknarlega var liðið að spila af skynsemi mest allan tímann og þar léku þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson, Brynjar Karl Óskarsson, Vignir Stefánsson, Hjalti Pálsson og Sindri Georgsson stærstu hlutverkin. Anton Eggertsson og Bragi Magnússon voru á línunni og bæta þarf samvinnu þeirra við útimenn til að fá meira út úr þeim enda eiga þeir báðir að geta mun meira. Í vörninni stóð Bragi Magnússon eins og klettur auk þess sem liðið barðist á hæl og hnakka allan tímann. Næsta túrnering er eftir tvo mánuði en Þór Akureyri kemur upp í 2. deild og Afturelding datt úr 1. deild í þá aðra. 2. deildin verður því ÍBV, Afturelding, Þór Akureyri, Stjarnan og Grótta og verður spilað helgina 17-19 mars. Þess má geta að í 1. deild spila FH, Selfoss, Fram, ÍR og Haukar en í 3. deild eru Víkingur, Valur, KA, Höttur og Völsungur.