Fótbolti - Úr leik í innanhússmótinu

23.jan.2006  15:01

2. flokkur karla spilaði á Seltjarnarnesinu um helgina í sínum riðli í Íslandsmótinu innanhúss. Strákarnir byrjuðu mótið ágætlega en gáfu svo heldur betur eftir í síðasta leiknum gegn Gróttu sem hafði fram að því ekki hlotið stig í riðlinum og töpuðu þeim leik 6-2 sem er nú varla ásættanlegt, þannig að í staðinn fyrir að tryggja sér annað sætið þá enduðu menn í því þriðja. Úrslit og skorar voru sem hér segir samkvæmt mínum upplýsingum.
IBV - Grindavík 4-4 (Elvar Aron 3 og Anton)
IBV - Keflavík 3-1 (Anton, Elvar Aron og Egill)
IBV - Fram 5-5 (Egill 3 og Anton 2)
IBV - Grótta 2-6 (Anton 2)

Lokastaðan í riðlinum varð þessi og það eru Framarar sem komast í úrslit

1 Fram 4 3 1 0 10
2 Grindavík 4 2 1 1 7
3 ÍBV 4 1 2 1 5
4 Keflavík 4 1 0 3 3
5 Grótta 4 1 0 3 3