Íþróttamaður Vestmannaeyja 2005

19.jan.2006  12:59

Viðurkenningahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja
og Vestmannaeyjabæjar

Í kvöld, fimmtudagskvöld 19. janúar, fer fram viðurkenningahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2005.
Hátíðin fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst kl. 20.00

Dagskrá

1. Litla lúðrasveitin leikur nokkur létt lög
2. Hátíðin sett, Þór Vilhjálmsson formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
3. Viðurkenningar til íþróttamanns hvers aðildarfélags Íþróttabandalagsins.
4. Dansatriði
5. Viðurkenningar Vestmannaeyjabæjar til Íslandsmeistara ársins 2005, til íþróttafólks sem lék með landsliðum fyrir hönd ÍBV 2005, viðurkenningar vegna sérstakra afreka.
6. Afhending afreks- og ferðastyrkja Vestmannaeyjabæjar.
7. Tónlistaratriði
8. Heiðursviðurkenning fyrir störf innan íþróttahreyfingarinnar
9. Íþróttamaður æskunnar árið 2005.
Tilnefnd eru eftirtalin: Elfa Ingvadóttir, sundkona, Ester Óskarsdóttir, handknattleikskona, Kristján Tómasson, körfuknattleiksmaður, Þórarinn Ingi Valdimarsson, knattspyrnumaður og Þórhildur Ólafsdóttir, knattspyrnukona.
10. Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2005.
11. Veitingar

Allt áhugafólk velkomið á hátíðina.

Íþróttabandalag Vestmannaeyja,
menningar- og tómstundaráð Vestmannaeyja