2. flokkur lék um helgina
Strákarnir í öðrum flokki léku tvo leiki gegn Fram um helgina sem er eitt sterkasta lið landsins í þessum flokki og státtar m.a. nokkrum byrjunarliðsmönnum úr mfl. Þannig að fyrifram var vitað að okkar drengir ættu erfiða leiki fyrir höndum.
Fyrri leikurinn á laugardag endaði með sigri Fram 24-31 eftir að staðan hafði verið í 9-17 í hálfleik.
Markaskorarar ÍBV voru:
Björgvin Páll 6, Grétar 5, Pálmi 4, Daði 3, Óttar 3, Sævald 2 og Eyþór 1.
Friðrik stóð vaktina að mestu í markinu og var að verja vel.
Markaskorarar Fram voru:
Jóhann G 9, Rúnar 9, Jón Árni 5, Sigfús Páll 4 og Þór 4.
Leikurinn á sunnudag endaði einnig með sigri Fram og nákvæmlega sömu úrslitum eða 24-31 eftir að staðan hafði verið 9-17 í hálfleik.
Markaskorarar ÍBV voru:
Grétar 7, Óttar 7, Daði 5, Eyþór 2, Pálmi 2 og Jens Krstinn 1.
Friðrik stóð fyrir sínu að venju í markinu.
Markaskorarar Fram voru:
Jóhann G. 12, Sigfús 8, Rúnar 5, Björn 3, Jón 2 og Gunnar 1.
Strákarnir okkar komu ágætlega frá þessum leikjum um helgina en um ofurefli var að etja þar sem lið Fram er öflugt og við ramman reit fyrir okkar drengi að etja.