Handbolti - Sigur gegn Fram 24-20

16.jan.2006  01:40

Viðtöl eru á Halli TV

Fram-innrásin sem var um helgina náði einnig til mfl. kvenna og áttu þessi lið þar kappi á laugardaginn. Endaði leikurinn með því að okkar stúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar 24-20 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 11-11.

Fram leiddi leikinn frá upphafi en okkar stúlkur komu síðan meir inn í leikinn fyrir lok hálfleiksins en það var Fram sem jafnaði leikinn í 11-11 nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Í þeim síðari voru okkar stúlkur sterkari en Fram var ekki auðveld bráð og það var ekki nema á síðustu mín leiksins að sigur okkar stúlkna var loks í höfn.

Jólin virðast enn hjá stúlkunum okkar og það var nú ekki falleg spilamennska hjá okkar stúlkum í þessum leik. Það er greinilegt að við þurfum að laga mikið í okkar leik ef við eigum að geta keppt á meðal þeirra bestu í vetur. Í vikunni eru tveir mjög mikilvægir leikir, gegn HK í bikarnum og Haukum í deildinni. Þetta verða mjög erfiðir leikir og með spilamennsku eins og hefur verið á þessu ári eigum við því miður ekki bjarta viku framundan.

Markaskorarar ÍBV voru:

Simona 10, Ragna Karen 5, Ingibjörg 3, Sæunn 2, Renata 2, Ester og Pavla 1.

Flora vara að verja vel í markinu.

Markaskorarar Fram voru:

Anett 7, Sigurbjörg 4, Ásta 3, Stella 2, Þórey 1, Hildur 1, Eva 1 og Guðrún 1.

Guðrún stóð vaktina að mestu í markinu og varði ágætlega.

Dómarar:

Magnús Björnsson og Ómar Ingi Sverrisson. Tikk, Takk, Tikk, Takk.

Áhorfendur:

Oft verið mikið fleirri, í kringum 200.