Fótbolti - Hópaleikur ÍBV 2006

13.jan.2006  10:00
Nýr hópaleikur hefst um helgina
Jæja nýtt getraunaár hafið og hópaleikurinn fer af stað um helgina. Ertu búin að skrá þitt lið???? Lestu það sem er hér að neðan og taktu þátt í líflegu og skemmtilegu starfi.
Hópalekurinn hefst nk. laugardag þ.e. 14. jan. og endar 13. maí (18 vikur) Spilað verður íriðlum í 10 vikur og svo úrslitakeppni í 8 vikur. Nú verður aftur tekið upp við að spila með 6 tvítryggingum, eftir að hugmmynd Gilla Fosterr um 3 tvítryggingar beið afhroð í haust. Að vanda verður úmislegt í boði fram á vorið súpa og brauð og jafnvel léttur hádegisverður - en slíkt verður kynnt þegar að því kemur.
Verðlaunin verða vegleg að þessu sinni:.
Himnadeild : Afskurðardeild :
1. 100.000 1. 35.000
2. 35.000 2. 12.500
3. 20.000 3. 7.500
Þátttökugjald er kr. 5.000,-
Hlutabréf
Stefnt er á að bjóða uppá "hlutabréf" ( stóran seðil ) ca. 1-2 í mánuði og
fer það eftir viðbrögðum manna sem kaupa í því, og munum við fá ýmsa aðila
til að hjálpa okkur að tippa þann seðil.
900 Bikarinn 2006
Einnig verðum við með okkar frægu bikarkeppni og verða verðlaunin í
þeirri keppni 1. sæti = 25.000 og 2. sæti = 12.000.
Bikarinn fer þannig fram að þeir sem þora að taka þátt tippa aðeins einfaldaröð. ( eitt merki á hvern leik ) Leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi, eins og í alvöru bikarkeppni - þátttökugjald í bikarnum er innifalið í hópaleiknum - En boðið verður upp á að senda inn aukalið fyrir kr. 1000.
Nákvæmar leikreglur mun Gilli Foster setja á netið um það vil viku áður en bikarkeppnin hefst.
Allir að tippa á 900
Áfram ÍBV alltaf alls staðar