Fótbolti - Marcel Zapytowski til ÍBV

02.apr.2025  15:00

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski hefur skrifað undir samning út keppnistímabilið við ÍBV, hann kemur til með að leika með liðinu í Bestu deild karla en fyrsti leikur ÍBV er á mánudaginn.

Marcel er 24 ára pólskur markvörður sem hefur leikið með Birkirkara, Korona Kielce og Resovia Rzeszow síðustu ár en hann er uppalinn hjá Wisla Plock.

Knattspyrnuráð býður Marcel velkominn til liðsins og hlakkar til samstarfsins.