Fótbolti - Íþróttaskóli ÍBV og HKK

03.apr.2025  10:51

Íþróttaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns – Tilvalinn Sumargjöf

Verður haldinn föstudaginn langa 18 apríl og laugardaginn 19 apríl milli kl 13:00-14:00 báða dagana.

Íþróttaskólinn er fyrir krakka fædda 2019, 2020 og 2021.

Allir þátttakendur fá gefins Páskaegg.

Verð er aðeins 3.500 kr.

Stjórnendur skólans verða leikmenn og þjálfarar mfl kvenna.

Skráningafrestur er til 7 apríl og þau sem bóka fyrir þann tíma er TRYGGT páskaegg.

Þetta er tilvalin páskagjöf til krakkanna frá mömmu og pabba eða afa og ömmu. Þar sem gjöfin inniheldur þá öflugan íþróttaskóla sem og Páskaegg fyrir hátíðina.

Styrktaraðilar skólans eru Heildverslun Karls Kristmanns sem og Vestmannaeyjabær.

Við hvetjum ykkur því til að skrá ykkar barn hið fyrsta. Skráning fer fram hér.