Handbolti - Strákarnir unnu ÍR 28-32

17.des.2005  20:07

Vörnin og Björgvin lokuðu markinu

Mladen gerði ekki nema 17 mörk

Drengirnir okkar lögðu ÍR að velli í Austurbergi í dag 28-32 eftir að staðan hafði verið 14-15 í hálfleik. Þetta er glæsilegt hjá strákunum og með þessum sigri unnu þeir þriðja útileikinn í röð og er það því miður ekki á hverjum degi sem það gerist og verður yndislegt er sá fjórði vinnst.

Strákarnir mega vera stolltir að leik sínum í síðustu leikjum og geta kvatt það árið með sóma og komið enn grimmari til leiks á nýju ári. En þar bíða þeirra mikil tækifæri til góðra verka.

ÍBV leiddi ávallt þetta 1-2 mörkum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik eins og áður sagði 14-15 fyrir okkar drengi.

Í upphafi síðari hálfleik komu ÍRingar grimmir til leiks og tókst að snúa leiknum sér í hag og leiddu þetta með 2-3 mörkum. En er staðan var 28-25 fyrir ÍR og 10 mín eftir snérist leikurinn algjörlega. Þá small vörn ÍBV hreinlega í lás og Björgvin öskraði upp í stúku til Viggó, "veistu hver ég er", og lokaði markinu það sem eftir lifði leiks þannig að ÍR skoraði ekki mark síðustu 10 mín leiksins. Það voru því okkar drengir sem kláruðu leikinn með stæl og unnu frábæran sigur á ÍR 28-32.

Þessi sigur og hinir tveir síðustu margsanna það sem máltækið segir, "það eru lið sem vinna sigra".

Markaskorarar ÍBV voru:

Mladen 17/3 (hættu að telja þetta er ég), Óli Víðir 8/1, Michal 4 og Grétar 3.

Björgvin stóð í markinu allan leikinn og varði frábærlega og lokaði markinu algjörlega á síðustu 10 mín leiksins þannig að ÍR tókst ekki að skora mark.

Markaskorarar ÍR voru:

Hafsteinn 8, Ólafur 6, Björgvin 4, Karl 3, Tryggvi 3, Ragnar 2, Davíð 1 og Ísleifur 1.

Gísli stóð vaktina í markinu og varði vel.

´