Handbolti - Unnu góðan sigur á Þór í dag

11.des.2005  23:52

Góð helgi hjá strákunum

Strákarnir unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í dag 21-27 fyrir norðan í DHL-deildinni. Staðan í hálfleik var 10-11 fyrir okkar drengi. Þetta var góður sigur hjá drengjunum þar sem Þórsarar eru erfiðir heim að sækja. En okkar drengir voru að leika ágætlega í þessum leik og það er því miður ekki oft sem við getum státað að því að hafa ekki fengið nema 21 mark á okkur í leik. Það er góðs viti þegar að við fáum ekki nema þennan fjölda marka á okkur. Það gerir okkur mun auðveldara með að vinna leiki.

Eins og tölfræði leiksins gefur til kynna þá voru það Mladen og Ólafur Víðir sem voru að spila vel sóknarlega og Björgvin varði eins og bersekur í markinu fyrir framan ágætis vörn hjá okkar drengjum.

Markaskorarar ÍBV voru:

Mladen 12/1, Ólafur Víðir 9/3, Michal 2, Sigurður 2 og Svavar 2.

Björgvin stóð sig mjög vel í markinu go varði 24 skot þar af 3 víti.

Á vef www.eyjafrettir.is talaði Kiddi þjálfari "um að varnarleikur liðsins yrði að vera sterkur ef liðið ætlaði sér stóra hluti í vetur. "Ég get sagt þér það að með svona varnarleik og þessa rosalegu frammistöðu Björgvins í markinu, þá er ekki hægt að tapa. Björgvin hefur verið að halda okkur á floti í þeim leikjum sem við höfum ekki náð okkur á strik varnarlega en nú er varnarleikurinn að komast í lag og þá er drengurinn bara ótrúlegur. Ég trúi því að með frammistöðu sinni í síðustu tveimur leikjum hafi hann stimplað sig hressilega inn hjá landsliðþjálfaranum og í mínum huga er afskaplega erfitt að ganga framhjá honum núna. Það má líka ekki gleyma því að þeir Siggi Braga og Erlingur eru að binda þessa vörn saman og þeir eiga stóran hlut í þessum sigrum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum."