Handbolti - Komnir í undanúrslit SS-Bikarsins

10.des.2005  23:47

Góður sigur á FH 25-28

Strákarnir eru komnir í undanúrslit SS-Bikarsins eftir góðan útisigur í gær, föstudag, á FH 25-28 eftir að staðan hafði veirð 13-14 fyrir okkar drengi í hálfleik. Okkar drengir byrjuðu leikinn vel og komust meðal annars í 1-4 en FH gafst ekki upp og náði að jafna leikinn um miðan fyrri hálfleik. En strákarnir okkar voru ávallt skrefinu á undan og virtust ætla að fara með gott forskot inn í hálfleik en það tókst ekki og megum við þakka fyrir að hafa haft forystuna í hálfleik þar sem Mladen skoraði síðasta markið á síðustu sekúndum leiksins eftir að stillt hafði verið upp fyrir hann í aukakasti.

Sami barningur hélt áfram í seinni hálfleik og virtust okkar strákar ætla að taka þetta en þá tók FH við sér og komst m.a. í 21-19 en okkar drengir með mikill baráttu tókst að innbyrða góðan sigur 25-28 eins og áður sagði.

Vörnina var að spila vel í þessum leik og varði Björgvin vel í markinu fyrir aftan. Um markaskorunina sá Mladen, en annars var þetta sigur liðsheildina þar sem leikmenn höfu virkilega vilja til að sigra þennan leik og það tókst.

Markaskorarar ÍBV voru:

Mladen 12, Michal 6, Ólafur Víðir 4, Jan 3, Sigurður 2 og Grétar 1.

Björgvin varði eins og áður sagði mjög vel í markinu.

Markaskorarar FH voru:

Andri Berg 10, Valur Örn 4, Hjörtur 3, Pálmi 3, Linas 2, Sigursteinn 1, Daníel Berg 1 og Heiðar Örn 1.

Elvar stóð vaktina í upphafi leiks og náði sér ekki alveg á strik og síðan kom Magnús inn og varði nokkuð vel.