Handbolti - FH-ÍBV á föstudag kl. 19:15

07.des.2005  08:26

Enn og aftur frestað

Strákarnir okkar leika á föstudag kl. 19:15 gegn FH í Kaplakrika í 8 liða úrslitum SS-Bikarsins. Því miður tókst okkur ekki að fá þessum leik þótt frestað þótt leikmenn hjá okkur verði í prófum á laugardag og óvist væri um þeir gætu mætt í þau þar sem ekki er víst að við komust heim eftir leik. Einnig eiga strákarnir erfitt ferðalag norður á Akureyri. En þeir ætluðu kannski upp á land á laugardag og keyra norður, gista og spila á sunnudag og keyra síðan á Bakka og reyna að fljúga til baka til Eyja um kvöldið. Þar sem leikmenn hjá okkur eru einnig að fara í próf á mánudeginum. Nú er þetta allt í óvissu og spurning hvort að mótanefnd sé tilbúin að hlusta á okkar málsstað eins og ÍRinga, varðandi próf hjá okkar Eyjapeyjum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að eftir leiki upp á landi eigum við eftir að komast heim og það er því miður háð náttúruöflunum en ekki hvort bifreiðin fari í gang eður ei..

Eins og bikarleikir eru þá má búast við hörkuleik og strákarnir okkar þurfa hvert klapp á bakið í leiknum og því full ástæða fyrir því að hvetja Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu að mæta á Krikann og hvetja strákanna til sigurs.

Sigurður Bragason fyrirliði sagði í samtali við undirritaðan að þeir ætluðu að leggja sig allan fram í þennan leik og berjast til síðustu mínútu og að hann vonaðist að Eyjamenn létu sjá sig í Krikanum á fimmtudaginn.