-viðtöl við þjálfara liðanna á Halli TV
ÍBV sigraði Selfoss örugglega sl. laugardag 28-24 eftir að staðan hafði verið 15-13 í hálfleik. Þetta var sigur liðsheildarinnar þó svo að þeir Björgvin Páll, markmaður og örvhenta stórskyttan Mladen Cacic hafi verið mest áberandi í leiknum. ÍBV var að spila mun betri varnarleik en oftast í vetur og ekki skemmdi það fyrir að Björgvin Páll varði tæplega 30 skot í markinu. Leikurinn var frekar rólegur og ekki eins og þessi tvö lið væru að berjast fyrir því að koma sér í efri hluta deildarinnar.
Með þessum sigri náði ÍBV að hífa sig upp töfluna og eiga núna raunhæfa möguleika á því að komast í efri hlutann fyrir jóla- og landsleikjafrí. Selfoss liðið virkaði hálfvængbrotið allan tíman og ekki bætti það úr skák þegar að þeirra besti maður, Ramunas Mikalonis, gékk af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. En hann og Sebastian Alexandersson höfðu þá átti í einhverju orðaskaki við hvorn annan.
Mörk og markvarsla, ÍBV: Mladen Cacic 12 (4), Michalk Dostalik 5, Ólafur Víðir Ólafsson 4, Jan Vtípil 3, Sigurður Bragason 2 (1), Grétar Eyþórsson og Erlingur Richardsson 1. Björgvin Páll Gústavsson 29 skot varin þarf af 2 víti. Selfoss: Vladimir Djuric og Ramunas Mikalonis 6 mörk hvor, Einar Örn Guðmundsson 5, Hörður Bjarnason 2 og þeir Gylfi Ágústsson og Bersveinn Magnússon 1 mark hvor. Sebastian Alexandersson 28 skota varinn þar af 2 víti. Þórður Þórðarson 2 skot varinn þar af 1 víti.