Fótbolti - Tap fyrir KR 2-4 í undanúrslitum

03.des.2005  22:11

Strákarnir komust í undanúrslit eftir góðan 4-3 sigur á FH í morgun en urðu að lúta í fjalir gegn KR núna rétt fyrir klukkan 1. Þessi árangur að komast í undanúrslit er besti árangur ÍBV í innanhúsmótinu í nokkur ár.

Ágætis gangur á Íslandsmótinu innanhúss -Leikur í 8-liða úrslitum við FH í fyrramálið
Peyjunum gekk ágætlega á innanhúsmeistaramótinu í dag en þar gerðu þeir jafntefli við Fram og Breiðablik 4-4 en unnu Víking Ólafsvík 2-1. Laugi þjálfari er einstaklega óminnugur á skorara en hann hélt að Arilíus hefði skorað 3 í leiknum við Breiðablik annars mundi hann þetta ekki að eigin sögn, en það telst ekkert nýmæli - he he he
Í fyrramálið er svo leikið við FH kl. 10.46 í Laugardalshöllinni og það lið sem vinnur þann leik fer áfram í 4-liða úrslit þar sem það mætir annað hvort Val eða KR.
Lið ÍBV í mótinu er þannig skipað:
Markmenn:
Hrafn Davísðsson
Guðjón Magnússon

Útispilarar
Bjarni Rúnar Einarsson, fyrirliði
Adólf Sigurjónsson
Andri Ólafsson
Anton Bjarnason
Arilíus Marteinsson
Bjarni Hólm Aðalsteinsson
Brynjar Þór Gestsson

Skondið að allir útileikmennirnir byrja á A eða B, en furðufuglarnir í markinu hafa náttúrulega aðra upphafsstafi.