Baráttan um Suðurlandstitilinn
Í dag, laugardag, verður styrjöldin um suðurland þegar karlalið ÍBV tekur á móti kollegum sínum frá Selfossi Þar ræður Eyjamaðurinn Sebastian Alexandersson ferðinni en hjá ÍBV er það Kristinn Guðmundsson sem þjálfar og hann segir Selfyssinga með stórhættulegt lið
"Það sást best í síðasta leik Selfyssinga gegn Haukum þegar þeir voru bókstaflega rændir sigrinum þannig að ég á von á erfiðum leik fyrir okkur Eyjamenn."
"Bæði lið eru með sjö stig þannig að þetta verður leikur upp á líf og dauða. Við vorum að missa sterkan leikmann frá okkur en ég held að það eigi jafnvel eftir að styrkja hópinn til lengri tíma litið. Það er algjörtlykilatriði að vinna þennan leik fyrir okkur. Við þurfum að notfæra okkur þá gríðarlegu stemmningu sem myndaðist á landsleiknum okkur til tekna. Við þurfum að sýna leikgleði og áhuga til að fá áhorfendurí lið með okkur. Stemmningin byrjar hjá okkur sem stöndum í þessu og smitast þaðan til áhorfenda," sagði Kristinn og bætti því við að Eyjamenn ætluðu að selja sig dýrt í leiknum á morgun og hvatti að lokum Eyjamenn til að mæta á leikinn og upplifa alvöru stemmningu.