- fyrir framan 800 áhorfendur í Eyjum
Íslenska landsliðið í handknattleik lék fyrir framan rúmlega 600 manns í íþróttahöllinni í kvöld og unnu góðan sigur á liði Noregs. Lokatölur leiksins urðu 32-23 eftir að íslenska liðið hafði leitt í hálfleik 15-11.
Alexander Peterson var atkvæðamestur í liði Íslands með 7 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6. Birkir Ívar Guðmundsson varði 9 skot í markinu og þar af 2 víti en Gísli Guðmundsson sem lék seinni hálfleikinn varði 8 skot.
Idol-stjarnan William Hung skemmti áhorfendum fyrir leik og í hálfeik við góðar undirtektir en hann sagði í samtali við eyjar.net að hann hafði aldrei áður séð handboltaleik en fyndist þetta hröð og skemmtileg íþrótt.
Guðjón Valur Sigurðsson var ánægður með móttökurnar í Vestmannaeyjum og sagði í leikslok að áhorfendur á höfuðborgarsvæðinu gætu tekið Eyjamenn til fyrirmyndir. Það var alveg frábær stemmning hérna í kvöld og það væri nú munur ef þetta væri alltaf svona þegar við erum að spila í höfuðborginni.
Frétt: eyjar.net