Í tilefni að landsleik Íslands og Noregs nk. föstudag og uppákomu William Hung á leiknum vantar okkur nokkra sjálboðaliða til að aðstoða okkur við framkvæmd komu þeirra og umgjörð leiksins.
Við leitum því eftir fólki sem tilbúið er að leggja þessu lið að einhverju leyti, þar sem öll aðstoð er vel þegin. Áhugasömum er bent á að mæta á fund handknattleiksdeildar sem er nú í dag mánudag kl. 18:00 í Týsheimilinu eða hafa samband við Hlyn í síma 897-1181 eða hlynur1@simnet.is. Við þurfum á alskonar aðstoð að halda í bæði lítil sem stærri verkefni. Við gerum til að mynda ráð fyrir að við þurfum 80-100 sjálfboðaliða að störfum á leiknum sjálfum og annað eins í öðrum undirbúningi að leiknum. Þannig að við erum að tala um að okkur vantar í kringum 150-200 sjálfboðaliða til starfa að þessu verkefni, unga sem aldna. Við hvetjum ykkur til að gefa ykkur fram og taka þátt í skemmtilegu starfi.