-sigur og tap hjá Unglingaflokki kvenna.
Unglingaflokkur kvenna lék tvo leiki við Fylki hér á heimavelli um helgina, fyrri leikurinn var á laugardag og hin síðari var í gær sunnudag.
Fyrri leikurinn var mjög vel leikinn hjá stelpunum og var gaman að horfa á stelpurnar leika oft á tíðum frábæran handknattleik. Var varla að finna veikan blett á leik liðsins og gekk nánast allt saman upp hjá liðinu og skipti þá engu máli hvort um væri að ræða vörn eða sókn.
Hekla Hannesdóttir var best í annars jöfnu liði heimastúlkna, en hún átti frábæra spretti bæði í vörn og sókn, en stelpurnar höfð sjö marka forystu í hálfleik 14-17, Fylkir náði aðeins að saxa á forystuna í seinni hálfleik og lauk leiknum með þriggja marka sigri ÍBV, 27-24.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 6, Hekla Hannesdóttir 5, Sæunn Magnúsdóttir 5, Sara Sigurðardóttir 4, Elísa Viðarsdóttir 4 og Nína Björk Gísladóttir 3.
Heiða Ingólfsdóttir stóð í markinu allan tíman og varði 15 skot.
Þegar að leikurinn á sunnudag hófst var eins og leikmenn ÍBV nenntu ekki spila leikinn eða höfðu ekki úthald til þess að leika tvo leiki á tveimur dögum. Fylkir hreinlega valtaði yfir heimastúlkur fyrstu mínúturnar og sáu stelpurnar ekki til sólar eftir það. Það var hreint ótrúlegt að sjá leik liðsins, eftir að liðið hafi geislað af sjálfsöryggi á laugardaginn var eins og liðið vantaði vilja, metnað og úthald til þess að leika seinni leikinn. Fylkir hafði sjö marka forystu í hálfleik 7-14 og lét ekki þessa forystu af hendi og lauk leiknum með öruggum átta marka sigri 15-23.
Mörk ÍBV: Hekla Hannesdóttir 5, Sædís Magnúsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Anna María Halldórsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Kristrún Hlynsdóttir og Nína Björk Gísladóttir 1 mark hver.
Heiða Ingólfsdóttir stóð í markinu og varð um 10 skot.