- bikarleikur hjá körlunum - stelpurnar í 2.sæti - Eva Björk í landsliðshóp fyrir undankeppni EM
Leik ÍBV og Stjörnunnar 2 í SS bikarnum sem fram átti að fara í gær, var frestað til dagsins í dag vegna ófærðar. Leikurinn er sem sagt í dag kl.18:15 og á hann að fara fram í Mýrinni í Garðabæ. Það eru komin 7 lið í 8 liða úrslit í bikarnum, en það eru Stjarnan, Haukar, Þór, FH, HK, Fylkir og Fram. Það ræst svo í kvöld hvort að við náum að verða áttunda liðið í pottinum, en dregið verður miðvikudaginn 16.nóvember, en þá er einnig dregið í 8 liða úrslitum SS bikar kvenna.
Þegar að 7 umferðir eru búnar hjá stelpunum er ÍBV í 2.sæti. Liðið átti möguleika á því að halda sér í 1.sætinu en töpuðu fyrir FH í síðasta leik fyrir áramót. Við tekur hlé í 2 mánuði meðal annars vegna landsliðsverkefnis.
Eva Björk Hlöðversdóttir hefur verið valin í 22 manna landsliðshóp, en landsliðið er að undirbúa sig fyrir undankeppni EM sem að fram fer á Ítalíu 20.-28.nóvember. Það verður ekki ljóst fyrr en 14.nóvember hvort að Eva verður í 16 manna hópnum sem að fer í undankeppnina.