Fótbolti - Arilíus Marteinsson til ÍBV

29.okt.2005  09:21

Hinn ungi og efnilegi leikmaður Selfoss Arilíus Marteinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍBV fyrir næsta sumar, um er að ræða 3ja ára samning. Þrátt fyrir ungan aldur, fæddur 1984, hefur Arilíus verið ein af aðaldriffjöðrum Selfoss undanfarin ár og á að baki 80 deildarleiki með Selfyssingum og hefur í þeim skorað 30 mörk. Hann lék einnig á sínum tíma bæði leiki með U-17 ára landsliði Íslands sem og U-19. Við höfum fylgst með Arilíusi undanföarin misseri og erum ánægðir með að hafa náð að klófesta þennan efnilega peyja.

Við bjóðum Arilíus velkominn til ÍBV.

Við erum einnig í viðræðum við aðra leikmenn en alltof snemmt er að segja eitthvað um þau mál. Við munum að sjálfsögðu koma með fréttir af því ef eitthvað gerist.

Annars er það að frétta að liðið mun hefja æfingar í lok næstu viku undir dyggri stjórn Guðlaugs þjálfara. Nokkuð hefur verið um að leikmenn hafi hringt og viljað koma sér á framfæri með því að fá að mæta á æfingar hjá okkur og má því reikna með nokkrum nýjum andlitum á æfingum næstu vikurnar.

Áfram ÍBV

alltaf alls staðar

myndin af Arilíusi er fengin af heimasíðu Selfoss