Handbolti - Sigur hjá 4.fl. karla í bikarnum

24.okt.2005  11:45

4. fl. karla gerði góða ferð í bikarnum uppá Selfoss á laugardaginn. Keppt var við b lið Selfoss en Selfyssingar eru með mjög sterkan 4. fl. og t.d. æfa um 35 strákar með þeim flokki og er þetta þeirra sterkasti yngri flokkur.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar með tveimur mörkum í hálfleik 9-7. Í síðari hálfleik tók ÍBV síðan öll völd í leiknum og sterk vörn lagði grunninn að hraðaupphlaupum þannig að um miðbik síðari hálfleiks var ÍBV komið með 5-6 marka forystu. Sá munur hélst síðan út leikinn og endaði hann með 7 marka sigri ÍBV 21-14. Þannig að síðari hálfleikur vannst 14-5 fyrir ÍBV.

Það má segja að vörnin hafi gert útslagið en einnig var ÍBV að spila ágæta sókn fyrir utan fyrstu fimm mínútur leiksins þegar að strákarnir voru full gjafmildir á sendingarnar til Selfyssinga. Allt liðið spilaði góða vörn, sérstaklega þó í síðari hálfleik. Sóknarlega stóð Þórarinn Ingi sig mjög vel sem og Binni Kalli en Vignir Stefáns var nánast tekinn úr umferð en var þó með 100% nýtingu eins og Daði Sigurðs. Bjarki og Eiður stóðu sig vel í markinu en mun minna var að gera fyrir þá í síðari hálfleik og t.d. náðu Selfyssingar varla skoti á markið fyrstu 10 mínútur síðari hálfleik vegna góðs varnaleiks ÍBV.

Næstu leikir liðsins eru í Íslandsmóti í tuneringu í byrjun nóvembermánaðar.