4.flokkur kvenna A lið hóf keppni á Íslandsmótinu nú um helgina. Liðið lék 3 leiki og fóru þeir allir fram hér í Vestmannaeyjum. Fyrsti leikurinn var gegn Gróttu og unnu stelpurnar þann leik 15-10, eftir að staðan hafði verið 4-3 fyrir Gróttu í hálfleik. Leikurinn vannst á 10 mínútna kafla í seinni hálfleik en þá yfirspiluðu stelpurnar gestina og uppskáru 5 marka sigur.
Mörk ÍBV:
Elísa Viðarsdóttir 8, Andrea Káradóttir 3, Lovísa Jóhannsdóttir 2, Sara S. Grettisdóttir 1 og Sædís Magnúsdóttir 1. Heiða Ingólfsdóttir stóð allan tíman í markinu og varði 8 skot.
Á sunnudagsmorgun var leikið við Víking og voru yfirburðir ÍBV miklir og var staðan 8-2 í hálfleik. Einstefnan hélt áfram í seinni hálfleik og endaði leikurinn með 11 marka sigri 18-7.
Mörk ÍBV:
Elísa Viðarsdóttir 5, Eva Káradóttir 3, Andrea Káradóttir 3, Sædís Magnúsdóttir 3 og Aníta Elíasdóttir 3. Heiða Ingólfsdóttir 17 skot varinn.
Síðasti leikurinn var við FH og urðu stelpurnar að ná stigi úr þeim leik til þess að vinna sig upp í 1.deild. Var um hörkuleik að ræða og var nánast jafnt á öllum tölum, en staðan var 3-3 í hálfleik. ÍBV lenti 2 mörkum undir á tímabili í seinni hálfleik en með miklum baráttuvilja náðu stelpurnar að knýja fram sigur 9-8.
Mörk ÍBV:
Elísa Viðarsdóttir 2, Sædís Magnúsdóttir 2, Sara S. Grettisdóttir 1, Andrea Káradóttir 1, Lovísa Jóhannsdóttir 1, Aníta Elíasdóttir 1 og Kristrún Hlynsdóttir 1. Heiða Ingólfsdóttir stóð sig með prýðí í markinu og varði 12 skot.
Þetta er mjög góður árangur hjá stelpunum en þess má geta að það vantaði tvær sterkar stelpur í liðið um helgina en þær voru á landsliðsæfingum í fótbolta.
Hægt er að nálgast öll úrslit leikjana hér.