Strákarnir okkar biðu lægri hlut gegn Fram í dag 28-27 á útvelli eftir að hafa leitt með tveim mörkum í hálfleik. Framarar komu sterkari til leiks í síðari hálfleik og að auki voru þeir víst orðnir 9 inn á vellinum undir lokin og var það ástæðan fyrir sigri þeirra í dag.
Eftir að undirritaður hafði rætt við tvo áhorfendur sem ekki eru stuðningsmenn ÍBV má ljóst vera að það voru tveir einstaklingar sem fóru með þennan leik og hreinlega mismunuðum liðum herfilega og færðu Fram sigurinn.
Það er greinilegt að enn eitt árið ætla þessir s????klæddu að koma höggi á ÍBV og er það miður. Það er sorglegt að aðilar sem eiga að vera óhlutdrægir beri taum ákveðna liða. Er það miður þegar að þegar fólk er að leggja á sig vinnu og ætlast til að fá að keppa á jafnréttisgrundvelli að þá skulu það ávallt vera ávkveðin öfl sem vinna á móti ÍBV og vilja koma höggi á félagið. Þetta er sorglegt og verst að það sé ekki til dómsstig til að taka á svona málum þar sem það fólk er stýrir handboltamálum á Íslandi situr í glerhúsi sem það sjálft hefur byggt.
Markaskorarar ÍBV í leiknum voru:
Mladen 8/1, Goran 7, Ólafur Víðir 5, Michal 4, Jan 2 og Sigurður 1.
Björgvin Páll stóð vaktina í markinu og varði vel.
Þá hefur handknattleiksforystan gengið atbeina ákveðna félaga og ekki þorað á taka á því t.d. er liðin "þeirra" brjóta samþykktir sambandsins. Sleppa þar hinu svo kölluðu einkavinir handboltaforystunar við að þurfa að sæta dóm og sektum eins og reglur sambandsins gefa tilefni til.