Það var hart barist í leik ÍBV og Víkings í Eyjum. ÍBV byrjaði af miklum krafti og náði strax nokkuð öruggri forystu. Víkingsstúlkur voru ekkert á því að gefast upp og náðu að saxa á forskot heimastúlkna um miðjan fyrri hálfleik og var þá staðan 8-7. En þá snérist leikurinn á ný og Eyjastúlkur leiddu skoruðu fimm mörk í röð og leiddu í hálfleik 16-9. Víkingsstúlkur komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og var eins og ÍBV liðið væri bara ekki mætt á svæðið. Þær náðu þó að hrista slenið af sér og lönduðu öruggum sigri 29-17.
Snorri Bergþórsson þjálfari Víkings sagði eftir leikinn að hann væri ekki sáttur við leik stúlknanna hingað til í mótinu. "Mikilvægir leikmenn hurfu á braut rétt fyrir tímbilið og það hefur reynst erfitt að fylla skarð þeirra. Við höfum þó verið að spila á móti sterkum liðum og því miður ekki enn náð að landa sigri".
Þrátt fyrir stórann sigur ÍBV var Alfreð ekki sáttur við leik liðsins í dag. "Ef við ætlum að vinna topp liðin þurfum við að spila betur en við gerðum hér í dag. Það jákvæða er að yngri stelpurnar eru að koma meira inn og standast pressuna vel".
ÍBV:
Simona Vintila 7 (1), Pavla Plaminkova 5, Ragna Karen Sigurðardóttir 5, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Renata Horvath 3, Ester Óskarsdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 2 og Sæunn Magnúsdóttir 1.
Florentina Grecu vaði 20 skot og þar af 1 víti.
Víkingur:
Natasha Damljanovic 4, Sigrún Brynjólfsdóttir 4, Hekla Daðadóttir 3, Þórhildur Björnsdóttir 2, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir 2, Ásta Agnarsdóttir 1 og Margrét Egilsdóttir 1.
Sanja Gnjatovic varði 12 skot og þar af 2 víti.
Á fyrstu myndinni er Ester tekin í bakaríið, en það sem verra var, það var ekkert dæmt. Á annarri myndinni er Pavla hátt yfir varnarveggnum og þrumar boltanum í netið. Á þeirri þriðju er Simone kom ein á móti markmanni og þar klikkaði hún ekki. Á þeirri síðustu er Ragna Karen að fagn marki eða kannski bara að reyna að fljúga?