Handbolti - ÍBV-FH

08.okt.2005  17:01

Það voru blóð, sviti og tár sem að runnu í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum í dag þegar að FH kom í heimsókn og atti kappi við heimamenn. Eftir að staðan hafði verið 16-15 fyrir FH í hálfleik snérist dæmið við í seinni hálfleik og ÍBV sigraði 30-29 og var sigurmarkið skorað þegar að 2 sekúndur lifðu leiks.

Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnt var með liðunu til að byrja með, en um miðjan hálfleikin náði FH fjögurra marka forystu 8-4 og var þess munur á liðunum í töluverðan tíma. Þegar að um 7 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu heimamenn að minka munin og í hálfleik var staðan 16-15 gestinum í vil. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir heimamenn, þeir náðu þó að jafna 16-16 en þá komu 3 FH mörk í röð. Þá loksins vöknuðu heimamenn og settu 5 mörk í röð þar af skoraði Mladen Cacic 4 mörk og þá sá Atli Hilmarsson þjálfari FH ekkert annað í stöðunni en að taka leikhlé. Vakti það furðu að Eyjmenn nýttu sér þetta ekki, heldur stóðu leikmennirnir í vörninni og biðu eftir að leikhléið kláraðist. Eitthvað fór þetta leikhlé illa í heimamenn því FH náði að skora 5 mörk á móti einu marki ÍBV og í stöðunni 24-22 fyrir FH tók Kristinn Guðmundsson leikhlé.

Síðasta korter leiksins var æsilegt, ÍBV náði að jafna leikinn 26-26 og allt var á suðupunkti, Jan Vtípil náði að koma heimamönnum yfir 27-26 en þá komu 2 mörk frá FH, Ólafur Víðir Ólafsson náði að jafna af harðfylgi 28-28 og var þá farið að styttast til leiksloka. Heiðar Arnarsson kom FH í 29-28 og voru þá blóð og sviti farinn að renna af leikmönnum, enda fast tekið á og ekkert gefið eftir. Malden Cacic náði að jafna leikinn í 29-29 þegar skammt var til leiksloka og FH klúðraði síðan sinni sókn sem að fylgdi í kjölfarið. Lokamínútan var æsileg. ÍBV stillti upp í sókn sem endaði með því að Michal Dostalík fékk boltann á línunni og skoraði sigurmarkið með tvo leikmenn FH í hangandi í sér. Heimamenn stigu villtan stríðsdans í lokinn en gestirnir gengu hnýpnir af velli.

Það er ekki hægt að fjalla um þennan leik án þess að geta um frammistöðu dómarana, þeir Arnar Kristinsson og Valgeir Ómarsson höfðu því miður ekki nægilega góð tök á leiknum og máttu ekki mikið út af bera án þess að allt færi í háaloft og var það þannig allan leikinn. Hvorugt liðið leið fyrir þessa slöku frammistöðu, og vonandi koma þeir betur stemmdir til leiks næst.

Mörk og markvarsla:

ÍBV

Mladen Cacic 10, Davíð Þór Óskarsson 8 (6), Ólafur Víðir Ólafsson 4, Jan Vtípil 3, Michal Dostalik 3 og Giran Kuzmanovski 2 (1).

Björgvin Páll Gústavsson 19 skot þar af 1 víti.

FH

Andri Berg Haraldsson 7 (3), Valur Örn Arnarsson 5, Hjörtur Hinriksson 5, Heiðar Ö Arnarsson 5, Sigursteinn Arndal 3, Finnur Hansson 2 og Linas Kalasauskas 2.

Magnús Sigmundsson 14 skot.