Leikur ÍBV og Leiknis 2 var aldrei spennandi enda mikil getumunur á liðunum. ÍBV byrjaði með sitt sterkasta lið og komust strax í 4-0 en þegar að leikmenn Leiknis voru búnir að taka úr sér hrollinn bitu þeir hressilega frá sér og munurinn á liðunum var mest 6 mörk í fyrri hálfleik, en sá munur var í hálfleik 20-14.
Í þeim síðari virtist sem að Eyjamenn ætluðu að sigla yfir andstæðingana náðu 11 marka forystu um miðjan hálfleikinn og var þá ekki aftur snúið. Heimamenn náðu að auka forskotið hægt og rólega þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi komið við sögu í leiknum.
Leikmenn Leiknis 2 eiga hrós skilið fyrir leikinn, þarna eru leikmenn á ferðinni sem hafa gaman af því að leika handknattleik og láta ekki dómara eða mótlæti fara í taugarnar á sér, heldur halda áfram að skemmta sér.
Það er ljóst að ÍBV er komið áfram í SS bikarnum en liðið verður ekki dæmt á frammistöðu sinni í þessum leik, til þess var mótspyrnan ekki nægilega mikil.
Mörk og markvarsla.
ÍBV:
Goran Kuzmanoski 11 (3), Malaen Cacic 9, Rikharð Bjarki Guðmundsson 8, Jens Kristinn Elíasson 4, Ólafur Víðir Ólafsson 4, Erlingur Richardsson 3, Pálmi Harðarson2, Sigurður Bragason 2 og Michael Dostalik 2.
Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og varði 10 skot þar af 2 víti. Þorgils Orri Jónsson tók svo við í seinni hálfleik og varði 9 skot þar af 1 víti.
Leiknir 2:
Halldór Hákonarson 9 (2), Jón Gunnlaugur Viggósson 8, Benjamín Á Hallbjörnsson 3, Ásgeir Ingi Gíslason 3, Sigþór Ingi Sigþórsson 2, Róbert Örn Jónsson 2 og Elvar Logi Rafnsson 1 (1).
Elvar Logi Rafnsson varði 9 skot þar af 1 víti, Símon Símonarson varði 4 skot og Karl Arnar Bjarnason varði 3 skot.