Handbolti - Fyrstu stigin komin í hús.

28.sep.2005  21:52

Viðtöl við þjálfarana á Halli TV
ÍBV lék sinn þriðja leik á Íslandsmótinu nú í kvöld, Víkingur/Fjölnir var andstæðingurinn og strákarnir náðu að innbyrða sín fyrstu stig í deildinni með sigri á þessu ný sameinaða liði 33:31 eftir að staðan hafi verið 14:13 í hálfleik.

Leikurinn var ekki upp á marga fiska en það eru stigin sem telja í þessu og það var kærkomið að fá þessi tvö stig í kvöld. Heimamenn léku 3-2-1 vörn í fyrri hálfleik og var hún satt best að segja ekki mjög traustvekjandi þó svo að liðið hafa einungis fengið á sig 13 mörk í fyrri hálfleik og Björgvin aðeins varið 5 skot. Sameinaða liðið geri sig sek um mörg sóknarbrot og heimamenn nýttu sér það, þó að hraðinn sé ekki mikill í liðinu náðum við nokkrum hraðaupphlaupum sem skiluðu mörkum. Sóknin er að slípast til en það var helst markmaður Víkings/Fjölnis, Jón Árni Traustason, sem hélt þeim inn í leiknum en hann varði 13 skot í fyrri hálfleik. Jón Trausti lék allan leikin fyrir sameinaða liðið og var Reynir Þór Reynisson á bekknum allan tíman, en samkvæmt heimildum okkar er hann meiddur og óvíst um framhaldið hjá honum.

Heimamenn skiptu í 6-0 vörn í síðari hálfleik og þá fór Björgvin Páll að verja í markinu, hann náði að verja einhver 13 skot og þar með 18 samtals í leiknum. Við þessa breytingum á vörninni fengum heimamenn fleiri hraðaupphlaup og virtust á tímabili ætla að sigla fram úr sameinaða liðinu, komust mest í 5 marka forskot en misstu það síðan niður í þetta 2-3 mörk. Sigurinn var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna, en þegar að rúmar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 33-28.

Það er ljóst að liðið er að slípast saman og leikmenn eru að ná betur og betur saman. Vonandi er liðið komið á réttan kjöl eftir erfiða byrjun.

Þessir skoruðu í kvöld:

ÍBV

Mladen Cacic 10, Goran Kuzmanoski 9 (2) Michal Dostalik 3, Grétar Þór Eyþórsson 3, Jan Vtipil 3, Erlingur Richardsson 2, Ólafur Víðir Ólafsson 2 og Davíð Þór Óskarsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson 18 skot varin.

Víkingur/Fjölnir

Sverrir Hermansson 10, Árni Björn Þórarinsson 9 (3), Björn Guðmundsson 8, Brjánn Bjarnason 4.

Jón Árni Traustason 18 skot varin.

Þá má sjá viðtöl sem tekin voru eftir leikinn á Halli TV.