Handbolti - "Úrslitaleikur" kl. 19:15 í kvöld

27.sep.2005  08:34

Í dag kl. 19:15 verður sannkallaður stórleikur og einn af úrslitaleikjum vetrarins er Hauka-stelpur mæta í heimsókn og etja kappi við okkar stelpur. Það er lífsnauðsynlegt að við Eyjamenn fjölmennum á þennan leik og styðjum stúlkurnar okkar í verki.

Við vonum því að Eyjamenn taki vel við sér og að við fjölmennum á leikinn í kvöld.

Hvert stig skiptir máli

Í ár verður engin úrslitakeppni þannig að hvert stig frá upphafi skiptir öllu máli. Stigahæsta liðið í lok móts sigrar. Þannig að Haukar mæta ekki aftur til Eyja í vetur.

Frír happdrættismiði

Allir 18 ára og eldri sem mæta á leikinn fá frían happdrættismiða í happdrætti handknattleiksdeildar ÍBV.

Grill fyrri unga sem aldna

Grillaðir verða girnlegir réttir fyrir leik á milli 18:30 og 19:00.

SS-pylsur fyrir þá yngri og girnileg steik fyrir þá eldri.

Að sjálfsögðu verður það frítt fyrir þá sem mæta á leikinn.

Frítt ÍBV-Tattú

Allir krakkar sem mæta fá frítt ÍBV-Tattú.