Handbolti - Alfreð spáir í leikinn í kvöld

27.sep.2005  13:33

Á vef Eyjafrétta, www.eyjafrettir.is er viðtal við Alfreð Finnsson þjálfara ÍBV og þar segir hann m.a í sjónvarpsviðtali við sjónvarpstöðina Fjölsýn.:

"Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV á von á hörkuleik en hann sagði í fréttatíma Fjölsýnar að ÍBV ætti ágæta möguleika á sigri. "Við spiluðum við þær í Reykjavíkurmótinu um daginn þar sem við vorum yfir nánast allan leikinn en Haukar unnu svo með einu marki. Við þurfum hins vegar að spila skynsamlega. Við höfum heimavöllinn og vonandi fáum við mikið af fólki í kvöld. Ég vil líka að mínir leikmenn sýni stuðningsmönnum sínum þá virðingu að spila vel á heimavelli. Ef það gengur eftir og stuðningurinn er góður þá vinnum við þær," sagði Alfreð meðal annars í viðtali á Fjölsýn

Til að sjá allt viðtalið á sjónvarpstöðinni Fjölsýn þarf einungis að smella á Fjölsýnarlogoið hér að neðan."