Stelpurnar í unglingaflokki tryggðu sér sæti í 1.deild nú um helgina en þá kepptu 14 lið um það hvaða lið væru í 1. og 2.deild deildarkeppninnar í vetur. Fyrsti leikurinn var við Fram 2 og vannst hann 23-17, stelpurnar voru lengi í gang en með góðum leik náðu þær að sigra sannfærandi. Næsti leikur var við FH og vannst sá leikur líka, lokatölur voru 14-12. Þriðji leikurinn var gegn Gróttu og tapaðist sá leikur 20-25. Síðasti leikurinn var svo við ÍR og vannst hann nokkuð örugglega 21-16. Þar með var það öruggt að ÍBV var komið í 1.deild, stelpurnar stóðu sig með miklum sóma og verður spennandi að fylgjast með liðinu í vetur. Hægt er að sjá markaskorara úr leikjunum hérna.