Hin geðþekki ungi dani Rune Lind sem spilað hefur með okkur síðustu 5 vikur eða svo hefur haldið heim á leið þar sem honum bauðst samningur við danskt félagslið, veit reyndar ekki hvaða lið. Rune stimplaði sig ágætlega inn í liðið hjá okkur og því hefði verið gaman að hafa hann áfram í okkar herbúðum en það heillaði hann meira að spila í sínu heimalandi og því fór hann fram á að verða leystur undan samningi og við því var orðið - enda hafði málið verið tæklað þannig íupphafi þegar hann kom að ef þessi möguleiki stæði honumtil boða þá yrði það skoðað með opnum hug.
Við þökkum Rune fyrir stutt en góð kynni og óskum honum alls hins besta á nýjum slóðum.