Handbolti - Kvennaliðið í handboltanum styrkist

10.ágú.2005  13:36

Til liðs við kvennalið okkar hafa gengið tveir leikmenn, en það eru þær Pavla Plamínkóva frá Tékklandi og Simona Vintila frá Rúmeníu.

Pavla er skytta og er 28 ára að aldri og hefur undanfarin ár leikið með DHC Slavia Praha og verið í hópi markahæstu leikmanna Tékklands undanfarin ár. Hún hefur leikið með A-landliðinu en minna hin síðari ár.

Simona er 24 ára og getur leikið í öllum stöðum fyrir utan. Hún hefur leikið í m.a. Með Toulon i Frakklandi og á síðasta ári með Din Nis í Serbíu. Hún hefur einnig leikið með A-landsliði og verið viðloðandi liðið á síðustu árum.

Við bjóðum þær velkomnar í ÍBV-búninginn og vonum að þær og við eigum eftir að standa okkur í vetur.