Þorgils Orri Jónsson markmaður var í eldlínunni með unglingalandsliði Íslands í handknattleik drengjum fæddum 1986 og síðar, en liðið tók þátt í Opna Evrópumótinu í Svíþjóð 5.-9.júlí s.l. Þorgils tók þátt í öllum 7 leikjum liðsins í mótinu, mis mikið þó. Hann byrjaði í tveimur leikjum og stóð sig mjög vel.
Þess má geta að hann er einnig í æfingahóp landsliðs drengja fæddum 1984 og síðar, en sá hópur æfir núna fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Ungverjalandi í næsta mánuði. Þorgils er mjög efnilegur leikmaður og verður gaman að sjá til hans á næstunni en hann hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið ár.