Handbolti - Bryggjudagur ÍBV og Eimskips

15.júl.2005  01:52

Á morgun, laugardag. Á morgun, laugardag, fer fram Bryggjudagur ÍBV og Eimskips og verður hann á Eimskipsplaninu við Friðarhöfn. Dagskrá hefst kl 13:00 og stendur til kl 16:00. Þar verður margt áhugavert um að vera, meðal annars, handflökun á fiski, hægt að kaupa fisk á vægu verði, kaffihúsastemming, dorgveiðikeppni SJÓVE við Nausthamarsbryggju kl 12:30, leikir fyrir börn, leiktæki og margt fleirra.

Eyjabúar eru hvattir til að mæta og gera sér dagamun þar sem öll fjölskyldan getur notið þess að eiga góðan dag saman. Fiskmeti verður selt á frábæru verði eins og vanalega og m.a. verður boðið upp á nýja ýsu, humar, hrefnukjöt, gellur og margt fleirra. Fólk getur því gert góð kaup og notið tækifærið og fyllt kistuna af hollum og góðum mat á mjög hagstæðu verði.

Við hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, laugardag.

Handknattleiksdeild ÍBV