Þá fer að styttast í heimferð hjá strákunum okkar í ÍBV. Ferðin hefur gengið mjög vel í alla staði og stákarnir skemmt sér konunglega.
Handboltamótið gekk ágætlega og skiluðu strákarnir þremur sigrum, þremur ósigrum og einu jafntefli. Jói þjálfari var ánægður með árangurinn og var sannfærður um að ef ástundunin fram að móti hefði verið betra þá hefði árangurinn orðið mun betri.
Strákarnir hafa nú farið á ströndina tvisvar sinnum og í vatnsrennibrautargarð tvisvar sinnum. Þeir hafa einnig verið duglegir að heimsækja verslanirnar hér í bænum þannig að allir foreldrar geta búist við fínum gjöfum :-)
Mikill hiti hefur verið á svæðinu um þessar mundir og strákarnir hafa þurft að passa sig vel á sólinni, eitthvað lítið hefur verið um sólbruna en þó lentu einhverjir í því eftir seinni strandarferðina. Allir hafa verið hraustir og bíða nú með óþreyju eftir 8 klukkutíma rútuferð til Mílanó hahaha. Lagt verður í hann snemma í fyrramálið og langt og strangt ferðalag fyrir höndum.