5.flokkur karla er nú staddur á ESSO-móti KA á Akureyri. ÍBV er með 40 stráka á þessu móti sem skiptast í A, B, C, D og E lið. Hópurinn lenti í gærkvöldi og fóru menn þreyttir í háttinn spenntir fyrir leikina í dag.
Leikar hófust svo klukkan 15:00 í dag og voru fyrstu andstæðingar HK frá Kópavogi. Ekki byrjaði það vel því allir leikirnir töpuðust en strákarnir hafa skemmt sér vel þrátt fyrir erfiðleikana á fótboltavellinum. Framundan er svo ennþá meiri fótbolti á morgun auk annars sem gera á sér til skemmtunar. M.a. verður farið í bíó, á kvöldskemmtun, þar sem Sálin hans Jóns míns og Simmi og Jói munu skemmta, og lokapunktur mótsins er svo verðlaunaafhending þar sem sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen mætir og afhendir verðlaun. Það er því margt skemmtilegt framundan hjá 5.flokki ÍBV hér á Akureyri og er hópurinn staðráðinn í því að gera sitt besta inni á vellinum og skemmta sér konunglega.
Við setjum svo inn frekari fréttir á morgun þar sem við getum vonandi sagt frá sigrum inni á vellinum.