Setning Shellmótsins fer fram á fimmtudaginn kl. 19.00 - þar verður að vanda skemmtileg dagskrá við allra hæfi lokapunkturinn í setningarathöfninni er stórleikur ÍBV og Vals í Landsbankadeild karla. Þar mætast stálin stinn og er greinilegt að þar verður ekkert gefið eftir. Að þessu sinni verður boðið á þennan stórleik og eru það eftirtalin fyrirtæki sem bjóða Eyjamönnum og gestum okkar frítt á völlinn:
ESSO, Húsasmiðjan, Íslandsbanki, Landsbankinn, Vinnslustöðin, Ísfélagið, Shell, Vestmannaeyjabær og Shellmótsnefndin. Nú er engin afsökun fyrir því að drífa sig ekki á völlinn Eyjamenn fjölmennum á völlinn og hvetjum okkar menn til dáða og setjum í leiðinni aðsóknarmet á Hásteinsvelli.