N.k. mánudag, 2. í hvítasunnu, hefst loks þátttaka ÍBV í Landsbankadeild karla og er fyrsti andstæðingurinn Framarar. Leikurinn hefst kl. 17:00 og eru stuðningsmenn sem búsettir eru eða af einhverjum sökum staðsettir á fastalandinu, hvattir til að mæta og sjá strákana etja kappi við þá bláklæddu.
ÍBV er með nokkra nýja leikmenn og hefur misst nokkra einnig auk þess sem þjálfarinn var yngdur upp þar sem Guðlaugur Baldursson tók við af Magnúsi Gylfasyni, sem tók við liði KR. Í leikmannahópnum mynduðust skörð s.l. haust, sem menn hafa talið almennt að yrðu vandfyllt. Unnið hefur verið í því að bæta þar úr undanfarið og nú er að sjá hvort hrakspár fyrirliða og forráðamanna félaganna í efstu deild auk fótboltasérfræðinga s.s. þeirra á fotbolti.net séu marktækar. Í fyrra var 7.-8. sætið það besta sem ÍBV var spáð en 2. sætið var staðreynd, svo óneitanlega hljóta strákarnir að vera tilbúnir að hrekja spár þessara herra annað árið í röð, svo um munar.
Dómari í þessum leik er Garðar Örn Hinriksson